Vegna veður­út­lits nú í kvöld og næstu nótt er ljóst að það versta af veðrinu er fram­undan á Húsa­vík og í Þing­eyjar­sýslum. Því hefur verið á­kveðið að hafa skóla í bænum lokaða á morgun, að því er segir í Face­book færslu Lög­reglunnar á Norður­landi eystra.

„Úr­koma og kólnandi veður segir okkur það að reikna megi með mikilli ó­færð bæði í dreif­býli og sér­stak­lega innan­bæjar á Húsa­vík í fyrra­málið,“ segir í færslunni.

Vegna þessa hafi Al­manna­varnir í héraði og full­trúra Lög­reglu­stjórans á Norður­landi eystra tekið undir með og ráð­lagt skóla­stjórn­endum Borgar­hóls­skóla og Grænu­valla á Húsa­vík að hafa skólana lokaða á morgun, mið­viku­dag og fólk sé því ekki að fara út í veðrið og ó­færðina að ó­þörfu með börnin sín.