Magnús Ingva­­son, skóla­­meistari Fjöl­brautar­­skólans við Ár­múla, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hann ekki hafa orðið verið varan við aukinn fjölda at­vika þar sem nem­endur beita hnífum. Honum setji engu að síður ugg af fréttum af aukningu á slíku.

Í gær greindi RÚV frá því að mynd­skeið væri í dreifingu af nemanda skólans draga upp hníf innan veggja skólans. At­vikið átti sér stað í gær og segir Magnús að engin skaði hafi hlotist af og það staðið stutt yfir. „Það er al­var­legt fyrir því,“ segir hann.

Skóla­meistarinn sendi póst á alla nem­endur og for­ráða­menn í gær vegna þessa. Málið væri unnið í sam­kvæmi við að­gerða­á­ætlun sem notuð er þegar al­var­leg at­vik koma upp í skólanum.

Skóla­­­meistari FÁ sendi póst á alla nem­endur og for­ráða­­­menn skólans í gær vegna at­viksins.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

„Að­gerðar­á­ætlunin felst fyrst og fremst í því að fara hundrað prósent réttar leiðir þegar mál kemur upp, hver kemur inn þar og hvað er gert. Í fram­haldi af því, allar út­gáfur af mögu­legum við­brögðum. Það er bæði til ó­form­leg leið, þegar það eru minni mál og form­leg leið, þá er það meira með að­komu ýmissa aðila og annað slíkt,“ segir Magnús. Að­gerðar­á­ætlunin sé fyrir al­var­leg at­vik al­mennt, ekki sér­stak­lega fyrir mál líkt og kom upp í gær.

Í Osló hefur of­beldis­brotum þar sem egg­vopnum er beitt fjölgað undan­farin misseri sam­kvæmt frétt Norway Today. For­maður borgar­ráðs Oslóar sagði í sam­tali við dag­blaðið VG fyrir skömmu að á­standið væri á­hyggju­efni. Sam­kvæmt töl­fræði frá lög­reglu þar í borg eru ungir glæpa­menn sem höfð eru af­skipti með egg­vopn á sér í um 20 prósentum til­fella. Á undan­förnum þremur árum hafa komið upp 75 mál þar sem ung­menni undir 15 ára aldri hótuðu fólki með egg­vopni.

Magnús segir at­vikið sem átti sér stað í FÁ í gær eins­­dæmi og ekkert slíkt hefur komið upp síðan hann varð skóla­­meistari fyrir fjórum árum. „Með því að fylgjast með fjöl­­miðlum sér maður að það er verið að stöðva fólk með hnífa. Það er náttúru­­lega skelfi­­legt, alveg ömur­­legt. Ég vil ekki kalla það „trend“, það er eitt­hvað gott. Þetta er eitt­hvað sem á ekki að líðast.“

Lög­reglan í Osló hefur orðið vör við mikla aukningu á glæpum þar sem egg­vopnum er beitt.
Fréttablaðið/EPA