Leik- og grunnskólum hafi verið lokaðir í Noregi frá 13. mars en börn á forgangslistum fá þó vistun.

Til stendur að hefja venjulegt skólahald aftur eftir páska en Inga Marte Thorkild­sen, borg­ar­full­trúi sem situr í ráði um upp­eld­is- og mennta­mál borgarinnar, segir það óásættanlegt að skólir opni eftir páska.

Ríkisstjórnin mun tilkynna næstkomandi miðvikudag hvort óhætt sé að opna leik- og grunnskóla aftur eftir páska en skiptar skoðanir eru um það í Noregi.

Camilla Trud Nereid, fræðslustjóri í Þrándheimi, segir skólalokanir hafa slæm áhrif á börn og segir hún ofbeldi gegn börnum hafa aukist.

Óvissa varðandi forgangslistann

Leikskólakennarar í Noregi segja óvissu ríkja varðandi hvaða börn séu á forgangslistum. Ríkisstjórnin hefur sagt að um sé að ræða þeirra sem starfa í fremstu víglínunni; í störfum sem eru nauðsynleg fyrir innviði samfélagsins.

Þá sé greinilegt að það eigi við börn hjúkrunarfræðinga og lækna en leikskólakennarar velta fyrir sér hvort það eigi einnig við um börn lögreglumanna eða leikskólakennara.

Leikskólakennarar, kennarar og almennt starfsfólk í skólum þarf sérstaklega að huga að smitvörnum þar sem þau hugsa um börn heilbrigðisstarfsmanna.

„Það þýðir ekkert að halda þessum leikskólum opnum fyrir börn heilbrigðisstarfsmanna ef þeir breytast í gróðrarstíu fyrir veiruna,“ sagði Robert Ullman, framkvæmdastjóri Kanvas, fyrirtæki sem rekur tólf leikskóla fyrir börn heilbrigðisstarfsmanna sem starfa hjá Háskólasjúkrahúsinu í Ósló.