Í dag var lögð fram fjár­hags­á­ætlun Reykja­víkur­borgar fyrir árið 2022 á­samt fimm ára á­ætlun 2022-2026. Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, for­maður borgar­ráðs sagði í ræðu sinni í um­ræðum um fjár­hags­á­ætlunina að skóla­mál yrðu í miklum for­gangi hjá Reykja­víkur­borg á næsta ári.

Ráðist verður í átak í við­halds­málum: „Við höfum séð hversu al­var­legt það er að safna upp við­halds­skuld - og þangað viljum við ekki stefna. Því verður stór­á­tak í við­haldi leik­skóla, grunn­skóla og frí­stunda­hús­næðis eitt af stærstu verk­efnunum sem hefast árið 2022,“ sagði Þór­dís.

Þá er fyrir­hugað að verja um 25 til 30 milljörðum á næstu fimm til sjö árum til þessa verk­efnis, sam­kvæmt Þór­dísi. Við það bætist síðan einn og hálfur milljarður í rekstur grunn­skóla með nýju út­hlutunar­líkani.

Stefnt er að því að bæta við rúmlega þremur milljörðum við fjárfestingar þessa árs og verði því fjár­festingar næsta árs alls 9,8 milljarðar króna.

„Stærsta ein­staka fjár­festingar­verk­efnið í skóla málum verða nýjar leik­skóla­deildir, en í það á að verja fjórum milljörðum til að brúa bilið og vinna á bið­listum,“ sagði Þór­dís.

Þá verði rúm­lega 3,5 milljarði varið í við­hald, við­byggingar og endur­bætur á skólum, á skóla­lóðum og mötu­neytum. Það er um 1,5 milljarði um­fram endur­skoðaða á­ætlun þessa árs.

Skóla­mál í Reykja­vík hafa verið ofar­lega í um­ræðunni síðustu vikur og mánuði. Má þar helst nefna Foss­vogs­skóla­málið sem vakti upp mikla reiði meðal for­eldra barna í skólanum.