Karl­maður á fer­tugs­aldri, sem er starfs­maður í grunn­skóla á höfuð­borgar­svæðinu, var hand­tekinn í byrjun desember grunaður um að hafa beitt barn­unga dóttur sína kyn­ferðis­legu of­beldi. Mynd­efni sem sýnir barna­níð fannst á heimili hans og er talið að eitt­hvað af því sé ís­lenskt. Maðurinn er ekki grunaður um að hafa brotið gegn börnum í skólanum sem hann starfaði hjá. Frá þessu var greint í kvöld­fréttum RÚV.

Lög­regla fékk á­bendingu um málið þann 2. desember og hand­tók manninn sama dag. Hann var yfir­heyrður og sleppt að lokinni skýrslu­töku því ekki var talin á­stæða til að fara fram á gæslu­varð­hald yfir honum.

Ekki hafa fengist upp­lýsingar um í hvaða grunn­skóla á höfuð­borgar­svæðinu maðurinn starfaði en hann starfaði þar sem skóla- og frí­stunda­liði. Hann hefur því unnið náið með börnum á grunn­skóla­aldri. Fram kom í kvöld­fréttum að búið væri að upp­lýsa stjórn­endur skólans um málið en for­eldrar barna í skólanum hafa hins vegar ekki verið upp­lýstir um málið með form­legum hætti.

Það hefur ekki verið gert því maðurinn er ekki grunaður um að hafa brotið gegn börnum í skólanum.

Við hús­leit á heimili mannsins eftir hand­tökuna fannst mynd­efni sem sýnir barna­níð. Talið er að eitt­hvað af efninu hafi verið fram­leitt hér á landi.