Skóla­hald í Flata­skóla í Garða­bæ verður fellt niður vegna rakaskemmda til 8. febrúar til að tryggja öryggi nem­enda. Mygla fannst í hús­næði skólans í desember síðast­liðinn í rýmum frístundaheimilisins og kennslustofu Tónlistarskóla Garðabæjar.

Í pósti sem barst til for­ráða­manna nem­enda í 1 til 7. bekkjar skólans kemur fram að niður­stöður úr flestum sýnum sem tekin voru vegna raka­skemmda í skólanum bárust seinni­partinn í dag. Því hefur verið á­kveðið að loka nokkrum skóla­stofum og kennara­að­stöðu vegna raka­skemmda.

Einnig kemur fram að niður­stöður DNA ryk­sýna í skólanum hafi komið al­menn vel út og hægt verður að ráðast í minni við­gerðir á nokkrum stöðum fljót­lega. Aðrar nauð­syn­legar við­gerðir muni hins vegar verða um­fangs­meiri og taka lengri tíma.

Lokun skólans er gerð í sam­ráði við bæjar­skrif­stofu Garða­bæjar, til þess að tryggja öryggi nem­enda og starfs­fólks og til að endur­skipu­leggja skóla­starfið. Ljóst er að loka þarf á­kveðnum álmum í skólanum í ó­á­kveðinn tíma.

„Um leið og við þökkum ykkur fyrir skilning og góð samskipti við þessar flóknu aðstæður gerum við okkur grein fyrir því að þetta er talsvert inngrip inn í líf nemenda, en við erum sannfærð um að við komumst í gegnum þetta með samhentu átaki allra þeirra sem starfa og læra í Flataskóla,“ segir í pósti til forráðmanna.