Kennsla hefst á ný í Kárs­nes­skóla á mánu­dag eftir að skóla­hald þar féll niður í gær, föstu­dag. Send var út til­kynning þess efnis á for­eldra og starfs­menn nú um kvöld­matar­leytið.

Vegna mikils fjölda smita var á­kveðið að fella niður skóla­hald á föstu­dag og fengu for­eldrar allra barna til­mæli um að fara með börn sín í skimun um helgina.

Í til­kynningunni sem send var út nú í kvöld segir jafn­framt að á rúmri viku hafi greinst ríf­lega 50 smit í skólanum, þar af fimm kennarar. Þá er allri smitrakningu lokið.

Ekkert smit hefur greinst meðal nem­enda á elsta stigi í Kárs­nes­skóla en þeir eru flest allir bólu­settir, eins og kemur fram í til­kynningunni.

Skipu­lags­dagur var í skólanum síðast­liðinn fimmtu­dag og telja skóla­yfir­völd í sam­ráði við al­manna­varnir að fjögurra daga hlé á skóla­haldi hafi náð að hægja á út­breiðslu smita, líkt og segir í til­kynningunni frá Kárs­nes­skóla. Þá segir enn fremur að fimmtu­dagur og föstu­dagur hafi verið nýttir til sótt­hreinsunar og þrifa á­samt skipu­lagningu þess skóla­halds sem fram­undan er.