Miklir skógar­eldar hafa logað um suður­hluta Evrópu á síðustu dögum og brenna þeir enn. Stór land­svæði á bæði Spáni og í Grikk­landi hafa orðið eldinum að bráð og þá haf þúsund manns þurft að flýja heimili sín á ítölsk eyjunni Sardinía.

Yfir­völd í Sardiníu hafa lýst yfir neyðar­á­standi og sagt hörmungar án for­dæma.

„Það er enn ó­mögu­lega að meta skaðann sem eldarnir hafa valdið sem brenna enn,“ sagði, Christian Solina, for­seti yfir­ráðs­svæðisins Sardiníu í yfir­lýsingu í gær en CNN segir frá. „Gróður eyði­lagður, heimili og fyrir­tæki brennd og bú­fénaður drepinn.“

Sam­kvæmt nýjustu tölum hefur um 20 þúsund hektara land orðið eldinum að bráð. Um 7.500 manns vinna að því að reyna slökkva eldana á­samt 20 sér­stökum flug­vélum.

Fjölmargir hafa þurft að flýja heimili sín á ítölsku eyjunni Sardiníu.
Ljósmynd/AFP

Solinas hvatti for­sætis­ráð­herra Ítalíu, Mario Draghi, að senda hjálp til þeirra sem hafa misst heimili sín í skógar­eldunum. Draghi hefur sagt að ríkis­stjórn Ítalíu muni gera allt til að að­stoða þá sem þurfa.

Um 700 slökkvi­liðs­menn berjast nú við 50 skógar­elda í Grikk­landi. For­sætis­ráð­herra Grikk­lands sagði á fundi með ríkis­stjórninni í gær að lík­legt er að eldunum muni fjölga þar sem hita­bylgjan í Evrópu mun lík­legast halda á­fram.