Íbúar á svæðum nálægt höfuðborg Grikklands hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem geisa nú á fjallasvæðinu Penteli, en fjöldi heimila hafa orðið fyrir skemmdum.

Yfirvöld hafa skipað íbúum í Drafi, Anthousa, Dioni og Dasamari að yfirgefa heimilin sín. Aðrir íbúar á nálægum svæðum eiga að vera tilbúnir að flýja.

Þá var barnaspítali nálægt Penteli verið rýmdur, en 36 börn og nítján starfsmenn voru flutt burt.

Um 350 slökkviliðsmenn og sextíu verkfræðingar reyna nú að temja eldinn, ásamt 24 þyrlum sem eru að hella vatni yfir brunasvæðin.

REUTERS/Alkis Konstantinidis
REUTERS/Stelios Misinas
REUTERS/Alkis Konstantinidis

Hundruðum manna hefur verið forðað frá heimilum sínum vegna gróðurelda sem geisuðu á Spáni, í Frakklandi og Portúgal í síðustu viku. Embættismenn víða um Evrópu hafa gefið út viðvaranir vegna yfirstandandi hitabylgju í álfunni sem hefur jaðrað við fjörutíu gráður þar sem verst er og hefur kveikt suma verstu gróðureldana á síðustu áratugum.