Skógafoss kemur fyrir í senu milli Jon Snow og Daenerys Targaryen í fyrsta þætti síðustu seríu Krúnleika.

Fyrsti þátturinn í síðustu seríu Krúnuleika (e. Game of Thrones) var heimsfrumsýndur í nótt. Glöggir áhorfendur tók eftir því að stór hluti þáttarins var tekinn upp á Íslandi. Metro greindi frá því að einn milljarður manna hafi horft á fyrsta þáttinn í lokaseríunni í beinni í nótt.

Þeir sem vilja ekki vita neitt meira um inni­hald þáttarins eru varaðir við að lesa lengra.

Jon og Daenerys, ásamt hermönnum hennar, mæta á Winterfell. í þættinum eru miklir endurfundir hjá mikilvægum persónum, sérstaklega hjá Stark fjölskyldunni.

Eftir endurfundina fær Jon að fljúga á einum drekanum með Daenerys. Þau lenda hjá mikilfenglegum fossi og kyssast.

Senan var tekinn upp við Skógafoss og var fossinum breytt með tæknibrellum.

Skógafoss eftir tæknibrellur
HBO
Jon Snow (eða öllu heldur Aegon Targaryen) áður en hann kyssir Daenerys Targaryen, drottningu sína og frænku
HBO

Seinna í þættinum fær Jon að heyra sannleikann um faðerni sitt frá vini sínum Samwell Tarly.

Hér má sjá myndband frá HBO um gerð fyrsta þáttarins.