Tveir full­trúar meiri­hlutans í Reykjavík segja niður­stöður nýrrar könnunar Prósent fyrir Frétta­blaðið um kosningar í borginni sýna mikinn með­byr með bæði þeirra flokkum og með meiri­hlutanum. Þau segja bæði skoðana­kannanir ekki það sama og niður­stöðu kosninga og í­treka mikil­vægi þess að mæta á kjör­stað.

„Könnunin sýnir byr í báða vængi og hún er sterk fyrir meiri­hlutann og Sam­fylkinguna. Ég hef hins vegar séð háar tölur í að­draganda kosninga sem ekki skila sér í kjör­kassana og ég brýni því fyrir okkar góða stuðnings­fólk, sem hefur staðið sig mjög vel í bar­áttunni, að láta ekki deigan síga og að halda á­fram að tala okkur máli. Það þarf að tryggja að allt okkar stuðnings­fólk sem ætlar í bú­stað um helgina eða eitt­hvað annað skili sér í utan­kjör­fund í Holta­görðum fyrir helgi,“ segir Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri og odd­viti Sam­fylkingarinnar, en flokkur hans er sam­kvæmt niður­stöðum könnunarinnar stærstur í borginni með 26,7 prósent at­kvæða.

„En skoðana­kannanir eru eitt og kosningar annað.“

Já, það er auð­vitað Euro­vision á laugar­dag og margt annað í gangi sem getur haft á­hrif á kosningu.

„Já, við finnum að það er vor í lofti og mikil stemning og auð­velt að gleyma sér jafn­vel þótt að maður átti sig á því að kosningarnar eru mjög mikil­vægar.“

Ég hef hins vegar séð háar tölur í að­draganda kosninga sem ekki skila sér í kjör­kassana

Meiri­hlutinn bætir við sig en hlut­föllin breytast því að Við­reisn er að tapa manni til dæmis. Breytir þetta ein­hverju fyrir meiri­hlutann, hvernig hann vinnur?

„Þessi meiri­hluti hefur unnið saman sem einn maður óháð stærð flokkanna. Það byggir á gagn­kvæmri virðingu og sjónar­miðum hvors annars. Þetta er grund­völlurinn að góðum sam­skiptum alls staðar og er kannski sér­stak­lega mikil­vægt í stjórn­málum finnst mér. Ég á ekki von á því að þessi góði grunn­tónn breytist þótt svo að fylgið breytist eitt­hvað, en eins og ég segi þá er ekki búið að kjósa og það er ekki hægt að gefa sér að þetta verði niður­staða kosninganna,“ segir Dagur og að núna sé mikil­vægast fyrir alla að vinna vel fram að kosningum og að fylgja þessum byr eftir.

Odd­viti Pírata tekur undir orð Dags.

„Það er gott að finna þennan dá­sam­lega með­byr. Það er stemning fyrir heiðar­leika, ég kann að meta það,“ segir Dóra Björt Guð­jóns­dóttir, odd­viti Pírata, en flokkur hennar er sam­kvæmt niður­stöðum könnunarinnar annar stærsti flokkurinn í borgar­stjórn og bætir við sig tveimur full­trúum frá síðustu kosningum og er alls með 17,9 prósent at­kvæða.

„Við höfum skilað gríðar­miklum árangri á kjör­tíma­bilinu innan margra mála­flokka og sýnt að við erum traustsins verð. Píratar standa fyrir og stunda heiðar­leg stjórn­mál, það skiptir máli að hafa sterka rödd Pírata innan borgar­stjórnar,“ segir Dóra en á­réttar að könnun er ekki það sama og niður­staða kosninga.

„En könnun er bara könnun. Það sem gildir er það sem kemur upp úr kjör­kössunum á laugar­dag. Ef þú kýst ekki kýs bara ein­hver annar fyrir þig. Þú þarft ekki að vita allt um pólitík til að kjósa. Taktu af­stöðu byggt á þínu inn­sæi,“ segir hún að lokum.