Samherji er kominn langt út fyrir þessi mörk sem við teljum eðlileg í samfélaginu og það hef ég sagt áður en að reyna hafa áhrif á kjör blaðamanna, formann blaðamannafélagins finnst manni komið ennþá lengra yfir þau eðlilegu mörk sem að fólki starfi innan í þessu samfélagi okkar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í morgun aðspurð um vinnubrögð innan Samherja sem nefnd er „skæruliðadeildin“.

Aðspurð hvort ráðamenn þjóðarinnar eigi að láta til sín taka þegar stórfyrirtæki beiti sér grimmt og leynilega gegn blaðamönnum sem raun ber vitni og Kjarninn hóf umfjöllun um, segir Katrín:

„Þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði en það eru ákveðnir þættir sem við þurfum að velta fyrir okkur, til dæmis varðandi skoðanaauglýsingar svokallaðar sem hafa verið auðvitað mjög áberandi og við erum ekki með neitt regluverk um, um það þyrftum við náttúrulega að taka lýðræðislega umræðu um hvað okkur finnst um það, við erum að sníða stjornmálaflokkunum töluvert skýran ramma og þá sjáum við þetta verða til.“