„Við höfum fengið sam­tals þrjár til­kynningar um mögu­lega auka­verkun sem er blóð­tappi. Eina frá Moderna, eina frá Pfizer og eina frá AstraZene­ca,“ segir Rúna Hauks­dóttir, for­stjóri Lyfja­stofnunar, um tíma­bundna stöðvun á notkun bólu­efninu AstraZene­ca hér á landi í kjöl­far dauðs­falls af völdum blóð­tappa í Dan­mörku en ein­stak­lingurinn sem lést hafði ný­verið verið bólu­settur með bólu­efni AstraZene­ca.

Rúna segir að það þurfi að koma skýrt fram að sótt­varna­læknir stöðvaði bólu­setningu með bólu­efninu á Ís­landi að­eins tíma­bundið.

„Við búum við þau for­réttindi að vera þar stödd þar í far­aldrinum að það er tími og ráð­rúm til að staldra að­eins við. Það sem við bíðum eftir og kemur í næstu viku eru niður­stöður úr skoðun EMA,“ segir Rúna en það lyfja­gátta­nefnd hjá Evrópsku lyfja­stofnuninni.

Tíðni blóðtappa í þýði

Húns segir að í milli­tíðinni séu þau að skoða hverjar tíðni­tölur eru hér á Ís­landi vegna blóð­tappa.

„Það sem þjóðirnar í kringum okkur eru að segja að blóð­tappa­til­fellin sem koma fram eru sam­bæri­leg og al­mennt er í þýðinu,“ segir Rúna og vísar meðal annars til rann­sókna Breta en þar er búið að bólu­setja ellefu milljónir manna.

Hún segir að land­læknir muni afla upp­lýsinga um þýðir hér á landi. Hún segir að ef þau fengju ó­venju­lega margar til­kynningar væri mögu­leiki á því að land­læknir myndi skoða málið nánar en hún segir að bæði Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin og Evrópska lyfja­stofnunin hafa á­réttað að á­vinningurinn af bólu­setningunni er meiri en á­hættan við bólu­setningu af öllum þremur bólu­efnum.

„Það á enn við um AstraZene­ca,“ segir Rúna.

Hún segir að þótt það liggi stórar klínískar rann­sóknir að baki bólu­efnunum þá er verið að bólu­setja milljónir manna.

„Þetta eru skil­yrt markaðs­leyfi sem Evrópska lyfja­stofnunin veitti og það byggir á því að það er skil­yrði fyrir því að fylgjast vel með auka­verkunum og safna upp­lýsingum. Í því felst þessi neyt­enda­vernd í lyfjum,“ segir Rúna.

476 tilkynningar um mögulega aukaverkun

Í dag hafa Lyfja­stofnun borist 476 til­kynningar vegna gruns um auka­verkun í kjöl­far bólu­setningar gegn CO­VID-19 eftir að búið er að bólu­setja um 21 þúsund manns.

„Okkur fannst mikil­vægt, eftir þetta dauðs­fall í Dan­mörku, að staldra að­eins við og skoða þetta betur. En þetta er tíma­bundin stöðvun,“ segir Rúna og bendir á að margar þjóðir hafi á­kveðið að halda á­fram.

Í gær var veitti Lyfja­stofnun bólu­efni Jans­sen skil­yrt markaðs­leyfi á Ís­landi. Rúna segir að það sé ekki á þeirra borði að á­kveða hve­nær það verði byrjað að nota það hér en það sé yfir­leitt þannig að birting af­hendingar­á­ætlana komi stuttu eftir að slík leyfi eru veitt. Ís­lendingar sömdu snemma um

„Það er mjög mikil­vægt með það bólu­efni að það er gefið einu sinni og vörnin fæsta ð fullu eftir 14 daga. Það ein­faldar allt. Þetta er það bólu­efni sem að Ís­lendingar sömdu frekar snemma um og flesta skammta,“ segir Rúna og segir að það sé því mjög já­kvætt að það sé komið skil­yrt markaðs­leyfi fyrir það