Rann­saka þarf betur á­hrif Co­vid-19-sýkinga á hjarta- og æða­kerfið því ýmis­legt bendir til að finna megi þar kyn­t­engdan mun á á­hrifum sjúk­dómsins. Þetta segir Georgios Karari­gas, prófessor í líf­eðlis­fræði við lækna­deild Há­skóla Ís­lands, í rit­stjórnar­grein í tíma­ritinu Physiologi­cal Revi­ews. Í greininni dregur Karari­gas saman ýmsar rann­sóknir á þeim á­hrifum sem vitað er að kóróna­veiran hefur á líkamann, með sér­staka á­herslu á hjarta- og æða­kerfi.

Karari­gas bendir á að kyn virðist vera meðal þátta sem hafa á­hrif á ein­kenni og dánar­líkur. Karlar virðist í meiri hættu á að fá al­var­leg ein­kenni eða látast af völdum Co­vid-19 en konur. Hins vegar gætu kyn­t­engd hlut­verk gert konur við­kvæmari fyrir sjúk­dómnum.

Þá bendi ýmis­legt til að ó­frískum konum sé hættara við al­var­legum veikindum af völdum Co­vid-19.