Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að það ríkisstjórnin hafi skoðað nýja reglugerð um útflutning bóluefna um leið og hún var birt í gær. Katrín sagði einnig að það væri verið að skoða hvort hægt væri að fá Spútnik bóluefni Rússa og að yfirvöld eigi í viðræðum við framleiðendur um að fá meira bóluefni til Íslands. Hvað varðar takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti sagði Katrín að veiran herjaði nú á nýjan hóp og það væri mikilvægt að verja hann. Yfirvöld vonist til þess að með því að stíga fast til jarðar núna muni þrjár vikur nægja.
Katrín talað við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins, sem sagði henni að ný reglugerð sem sambandið sendi frá sér í gær myndi ekki hafa áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands frá aðildarlöndum ESB.
„En við gerum auðvitað kröfu um að þessari reglugerð verði breytt og höfum sett hana fram í skýrum skilaboðum,“ sagði Katrín og sagði að það væri sett fram í þeirra kröfum að Ísland verði undanskilið reglugerðinni.
Yfirvöldum munu funda í dag með forsvarsfólki sambandsins og Katrín segir að þeim finnist skilaboðin skrítin til bæði þeirra og til Norðmanna. Þau telji að þetta sé brot á EES-samningi og vita ekki af hverju löndin eru ekki tekin með.
En Katrín sagði að það væri skýrt í öllum skilaboðum að reglugerðinni væri ekki beint að Íslandi eða Noregi og taldi líklegra að reglugerðinni væri beint að Bretum en að mikil togstreita hefur verið á milli Breta og Evrópusambandsins síðan Bretland gekk úr Evrópusambandinu.
Vongóð um að skólar opni eftir páska
Katrín ræddi nýjar aðgerðir sem tóku gildi á miðnætti sem eru þær hörðustu í um eitt ár. Katrín sagði að hún ætti von á því að skólahald hefjist eftir páska og páskafríið byrji þannig snemma. Þannig nái skólarnir að skipuleggja sig með fjöldatakmörkunum
„Það er vegna þess að við sjáum að þetta afbrigði veirunnar er að leggjast á börn og ungmenni,“ sagði Katrín og tók fram að það sama gildi ekki um leikskóla því sóttvarnalæknir geri ekki kröfu um það með þeim rökum að afbrigðið leggist ekki eins á ung börn.
Hún staðfesti að það væru smit í Hlíðaskóla og Vesturbæjarskóla og að þess vegna hefði verið ákveðið að stíga fast til jarðar. Hún sagði að það yrði kynnt fyrir lok páska hvernig skólahald getur farið fram eftir páska.
Það vissu allir af þessum afbrigðum í kring
Spurð hvort þetta væri vonbrigði sagði Katrín þetta vera það en að yfirvöld hafi ávallt vitað að COVID væri ekki átaksverkefni. Hún sagði að heilt yfir hafi þetta gengið vel hér. Við værum búin að komast að því hvað gangi upp og þó svo að þetta séu vonbrigði þá hafi allir vitað af afbrigðum hér í kring sem gætu komið.
Hún sagðist ekki sammála því að það hefði átt að loka landamærunum en það væri verið að skoða aðrar útfærslur á landamærunum. Hún sagði að framvinda bólusetninga hafi mikil áhrif á þróun á landamærum.
Spurð út í þróun bólusetningar sagði Katrín að þau hefðu ákveðið að fara í samstarf við Evrópusambandið og hún telji það enn rétta ákvörðun. Þau væru með marga lyfjaframleiðendur í sigtinu og að samstarfið hafi falið í sér að semja um þróun þeirra og framleiðslu þeirra.
Hún sagði það þó staðreynd að afhendingin gangi hægar en hafði verið lofað og að það sé ekki bara gagnrýnt hér á landi.
„Hún er alls staðar í Evrópu,“ sagði Katrín.
Skoða Spútnik
Hún sagði að þau hefðu ekki bara skoðað þetta verkefni og nefndi Pfizer-verkefnið sem var reynt að taka þátt í og að heilbrigðisráðuneytið væri í viðræðum við Rússa um Spútnik bóluefnið en að það hangi á því að lyfið fái markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu.
„Það er ein af forsendunum fyrir því að þetta geti gengið,“ sagði Katrín sem sagði að þau myndu aldrei kaupa bóluefni sem ekki uppfyllir öll skilyrðin.
Hún sagði að það væri verið að kanna möguleika á því að semja beint við Rússa og að það væri verið að skoða möguleika á að semja beint við framleiðendur bóluefnanna.
Hún ítrekaði að áætlunin sem hefur verið kynnt stenst enn fyrir utan tafir á AstraZeneca.
Spurð hvort þetta væri klúður sagði Katrín að það hefði aldrei verið lofað að klára bólusetningu allra um mars og að það stæði enn að það yrði búið að bólusetja alla um mitt ár.
Hún sagði að við værum lítil þjóð og það hefði því verið eðlilegt að festa sig við aðrar þjóðir eins og við gerðum.
„Ég held að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun í upphafi en ég hef orðið fyrir vonbrigðum um hversu hægt þetta hefur gengið,“ sagði Katrín.