Bílar

Skoda kynnir Scala - leysir af Rapid

Skoda Scala á að keppa við ekki óþekktari bíla en Volkswagen Golf, Ford Focus, Kia Ceed, Hyundai i30 og fleiri ágæta bíla í þessum stærðarflokki.

Skoda Scala kynntur í gær.

Skoda frumsýndi nýjan bíl í gær sem ber heitið Scala og leysir hann af hólmi Skoda Rapid sem tékkneski bílasmiðurinn hefur framleitt frá árinu 2012. Það leið fremur stuttur tími frá því Skoda greindi frá því í júlí sumar að Scala myndi leysa af Rapid og þangað til hann er kynntur almenningi. Scala bíllinn er lengri, breiðari og hærri en Rapid Spaceback og er með lengra bil á milli öxla. Því er hér kominn rúmbetri bíll og sem dæmi hefur skottið stækkað úr 415 í 467 lítra. 

Skoda Scala á að keppa við ekki óþekktari bíla en Volkswagen Golf, Ford Focus, Kia Ceed, Hyundai i30 og fleiri ágæta bíla í þessum stærðarflokki. Það verður að segjast að útlitslega er þessi nýi Scala bíll talsverð bót frá Rapid bílnum, enda tekur hann svip frá Vision RS concept bílnum þó svo hann hefði nú alveg mátt líkjast honum ennþá meira. 

Scala mun fást með vélum frá 1,0 lítra og 95 hestafla TSI vél Volkswagen Group og uppí 150 hestafla 1,5 TSI vélina, auk 115 hestafla dísilvélar og 90 hestafla 1,0 G-TEC vélar sem brennir metani. Sex gíra beinskipting eða 7 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum er í bílnum. Scala kemur til sölu á öðrum ársfjórðungi næsta árs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Bentley Bentayga heimsins hraðskreiðasti jeppi

Bílar

Porsche varar við 10% Brexit hækkun

Bílar

300 hestafla Mini Cooper

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing