Grunur er um í­kveikju þar sem sumar­bú­staður brann í Heið­mörk í gær.

Tækni­deild lög­reglunnar lauk störfum á vett­vangi í gær en nú er til rann­sóknar hvort að um í­kveikja sé að ræða og hvort að bruninn tengist mögu­lega öðrum bruna á sumar­bú­stað á svipuðum slóðum.

Elín Agnes Kristínar­dóttir, stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni við Vín­lands­leið, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að tækni­deild lög­reglunnar hafi lokið störfum á vett­vangi í gær og að þau bíði þess nú að þau rann­saki þau gögn sem þau öfluðu þar.

„Við bíðum eftir þeirra niður­stöðu,“ segir Elín.

Spurð hvort að brunarnir tveir tengist segir Elín að það hafi ekkert verið gefið út um það.

„Þetta er í rann­sókn,“ segir Elín.

En það er ein sviðs­mynd, af mörgum, sem þið eruð að skoða?

„Já, en við vitum það ekki. Það þarf að safna gögnum og sýnum til að meta hvort að það eigi við rök að styðjast,“ segir Elín.