Meirirhlutinn í borgarstjórn mun áfram láta kanna möguleikann á því að leggja nýtt flugvallarstæði fyrir innanlandsflug í Hvassahrauni. Um 15 kílómetrar eru að eldsumbrotunum í Geldingadölum. Möguleikanum um flugvöll í hrauninu er haldið opnum þótt svæðið sé eldvirkt.

Veðurstofan skili nýju áhættumati

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði í liðinni viku að hann vildi að verkefnið værir áfram skoðað. Ákveðið hefði verið að halda áfram jarðfræðirannsóknum á svæðinu sem búið var að semja um við Veðurstofuna og að hún geri nýtt áhættumar sem þeir myndu væntanlega skila í lok ársins.

„Ég hef sagt að miðað við þær upplýsingar sem við höfum frá jarðvísindamönnunum okkar og þá á grunni sögunnar að þá gætum við verið að horfa á einhvern tiltekin tíma þar sem að verða jarðhræringar, jafnvel áratugir og síðan gæti komið sjö eða átta hundrað ára tímabil sem væri friður og ró. Kannski væri skynsamlegt að bíða eftir að þessi friður og ró kæmi áður en við færum að reisa stór mannvirki á svæði sem er undir, en það er nýtt áhættumat sem við fáum,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngumálaráðherra segir nýtt áhættumat fást vegna Hvassahraunsvallar
Fréttablaðið/Ernir

Í bókun meirihlutans frá borgarstjórnarfundi þann 16.apríl síðastliðinn segir: „Eðlilegt er að svara þeirri spurningu hvort yfirstandandi atburðir breyti einhverjum forsendum þess. Vinna við fullkönnun og undirbúning Hvassahraunsflugvallar er því í fullum gangi og mikilvægt að það verkefni sé unnið áfram markvisst og faglega,“ segir í bókun meirihlutans frá borgartjórnarfundi þann 16.apríl síðastliðinn.

Flugvallarstæði var afmarkað í hrauninu eftir útgáfu skýrslu Rögnunefndarinnar sumarið 2015 rannsóknir staðið yfir síðan þá. Fjórum árðum síðar var samkomulag gert við ríkið um að ýmsar mælingar og vaktanir, s.s. á hita, vindi, raka, skyggnig skýjahæð – svokölluð loftkvika átti að vera kortlögð. Háskólinn í Reykjavík sér nú um mælingar í flugvél við mismunandi veðurskilyrði.

Fréttablaðið/Ernir

Í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fara nú fram mælingar í flugvél við mismunandi veðurskilyrði. Byggt verður á vinnu Veðurstofunnar á eldgosavá á suðvesturhorninu og hugsanlegri hraunstreymishættu.

Birt var skýrsla fá öðrum opinberum starfshópi í ársbyrjun 2018 um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Þar kom m.a. fram að starfshópurinn legði til að hafa tvo flugvelli á suðvesturhorninu svo gætt yrði að öllu öryggi og að „... flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má og að tillögum Rögnunefndarinnar svokölluðu verði hrundið í framkvæmd.“ Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði þá, í febrúar 2018 að hann vænti þess að „sjá til lands“ í málinu um vorið eða sumarið það sama ár.

Ljóst er að á þriðja tug milljarða króna hið minnsta muni kosta að byggja nýjan flugvöll. Deilur hafa í gegnum árin ekki síst verið um hvernig slíkur kostnaður ætti að skiptast á milli ríkis og borgar.