Rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa (RNSA) hefur nú til skoðunar að­flug vélar Icelandair frá Egils­stöðum til Reykja­víkur síðasta laugar­dag. Greint var fyrst frá á RÚV.

Þar segir að sjónar­vottur hafi séð þyrlu fljúga fyrir vélina þegar hún var á leið til lendingar yfir Foss­vogs­dalnum og hún hafi, í kjöl­farið, þurft að hverfa frá og síðan hring­sólar fyrir Kópa­voginum áður en hún gat svo lent.

Upp­lýsinga­full­trúi Isavia segir í svari til RÚV að dóttur­fé­lag þess hafi málið til skoðunar.