Til skoðunar er að nota hluta af tveggja trilljóna evra bata­sjóði Evrópu­sam­bandsins til þess að koma upp há­hraða­lesta­kerfi um álfuna. Sjóðnum var komið á fót til að skapa at­vinnu og koma í veg fyrir lang­varandi efna­hags­kreppu vegna CO­VID-19 far­aldursins.

Hag­fræði­stofnun Vínar­borgar hefur teiknað upp hverjar helstu leiðir innan lesta­kerfisins gætu orðið. Sú fyrsta frá París í Frakk­landi til Dyf linnar á Ír­landi, en ekki í gegnum Bret­land, heldur að ferjunni frá Brest til Cork. Önnur yrði þvert í gegnum álfuna, frá Lissabon í Portúgal til Helsinki í Finn­landi, með eins konar hring um Suður-Eystra­saltið. Sú þriðja frá Brussel í Belgíu suður Ítalíu­skaga og með ferju yfir til Möltu. Að lokum lína frá Ber­lín í Þýska­landi, suður eftir Balkan­skaga að Grikk­landi og ferja til Kýpur.

Í skýrslu stofnunarinnar er gert ráð fyrir að leiðirnar yrðu við­bót við nú­verandi lesta­kerfi og yrðu keyrðar á grænni orku. Lestirnar myndu fara á allt að 350 kíló­metra hraða á klukku­stund, tvö­falt það sem nú er mögu­legt. Myndi þetta draga úr þörf fólks til að f ljúga innan álfunnar. Gerir stofnunin ráð fyrir að kol­efnislosun al­heims­flugsins myndi minnka um 4 til 5 prósent vegna þessa. Auk far­þega myndu lestirnar einnig ferja farm.