Fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um síð­an tóku par­ið Gunn­ar Jarl Gunn­ars­son og Ingi­björg Huld­a Jóns­dótt­ir eft­ir því að fimm ára son­ur þeirr­a, Rún­ar Berg, væri mjög ó­lík­ur sjálf­um sér.

Eftir hita og veik­ind­i yfir helg­in­a á­kvað Ingi­björg, sem er hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Sjúkr­a­hús­in­u á Akur­eyr­i, að taka blóð­pruf­u af syni sín­um til að at­hug­a hvað væri að. Hún tók strax eft­ir því að ekki væri allt með felld­u og margt bent­i til hvít­blæð­is eða ann­ar­a sjúk­dóm­a en fjöl­skyld­an á­kvað að vera stó­ísk þang­að til grein­ing­in væri ljós.

Flog­ið var með fjöl­skyld­un­a suð­ur strax dag­inn eft­ir þar sem tek­ið var mæn­u­vökv­i og bein­mergs­sýn­i úr Rún­ar­i. Grein­ing­in var síð­an ljós strax á þriðj­u­deg­in­um og fékk fjöl­skyld­an þær frétt­ir að Rún­ar Berg væri með hvít­blæð­i.

Rún­ar Berg og fjöl­skyld­a.
Mynd/Aðsend

Greindur tveimur sólarhringum eftir blóðprufu

„Við vor­um samt mjög stó­ísk yfir þess­u og vor­um ekk­ert að taka þess­u sem nein­um sann­leik þang­að til grein­ing­in kem­ur á þriðj­u­deg­in­um,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Hjón­in hrós­a heil­brigð­is­kerf­in­u í há­stert en grein­ing­in var kom­inn rúm­um tveim­ur sól­ar­hring­um eft­ir að blóð­pruf­an var tek­in. Bráð­a­birgð­a­nið­ur­stöð­ur voru komn­ar í há­deg­in­u eft­ir sýn­a­tök­ur fyrr um morg­un­inn þar sem bein­merg­sýn­i og mæn­u­vökv­i var tek­inn. Sýn­in voru síð­an send til Kaup­mann­a­hafn­ar til frek­ar­i rann­sókn­a.

Rún­ar Berg byrj­að­i strax í lyfj­a­með­ferð seinn­i­part mið­vik­u­dags og frek­ar­i nið­ur­stöð­ur að utan voru komn­ar til lands­ins á föst­u­deg­in­um.

„Það er alveg magn­að að sjá hvern­ig þett­a ferl­i fór bara í gang,“ seg­ir Gunn­ar. „Við erum bara orð­laus yfir stuðn­ingn­um bæði fé­lags­leg­a stuðn­ingn­um og hvað kerf­ið gríp­ur mann þétt.“

Fjöl­skyld­unn­i var út­hlut­að íbúð í Reykj­a­vík af Styrkt­ar­fé­lag­i krabb­a­meins­sjúkr­a barn­a en ljóst er að þau hjón­in þurf­a að dvelj­a í höf­uð­borg­inn­i á með­an Rún­ar Berg er í lyfj­a­með­ferð.

„Það er alveg ynd­is­legt fólk sem hef­ur tek­ið á móti okk­ur hérn­a Barn­a­spít­al­an­um. Við höf­um feng­ið að hitt­a fé­lags­ráð­gjaf­a, djákn­a, lækn­a og hjúkr­un­ar­fræð­ing­a sem hafa leitt okk­ur á­fram í þess­u,“ seg­ir Gunn­ar.

Þá er einn­ig ver­ið að safn­a á­heit­um fyr­ir Rún­ar Berg í Reykj­a­vík­ur­mar­a­þon­in­u til styrkt­ar Styrkt­ar­fé­lags krabb­a­meins­sjúkr­a barn­a.

Strax á­vinn­ing­ur af lyfj­a­með­ferð

Skjót við­brögð heil­brigð­is­kerf­is­ins virð­ast hafa skipt sköp­um og seg­ir Gunn­ar á­vinn­ing­ur strax kom­inn af lyfj­a­með­ferð­inn­i.

„Í dag er rúm vika lið­in og það er strax kom­inn á­vinn­ing­ur af lyfj­a­með­ferð­inn­i hon­um er far­ið að líða bet­ur. Hann er ekki með jafn mikl­a bein­verk­i. Hann þurft­i morf­ín og fent­a­nýl plást­ur fyrst­u dag­ann­a en núna í dag í fyrst­a skipt­i þurft­i hann eng­inn verkj­a­lyf,“ seg­ir Gunn­ar.

Rún­ar Berg á að hefj­a grunn­skól­a­göng­u í haust en hann mun lík­leg­ast vera í lyfj­a­með­ferð næst­a árið. Fjöl­skyld­an er þó á­kveð­in í að leyf­a hon­um að taka þátt í nám­in­u eins og hægt er en Rún­ar Berg er búin að vera að von­um mjög spennt­ur yfir því að byrj­a í sama skól­a og stór­i bróð­ir sinn.

„Hann fær ster­a- og krabb­a­meins­lyf. Það eru stöð­ug­ar blóð­pruf­ur og eft­ir­fylgn­i. Þett­a eru auð­vit­að sterk lyf sem er ver­ið að spraut­a í hann. Seinn­a árið er svo töfl­u­með­ferð og þá get­ur hann feng­ið að vera meir­a heim­a,“ seg­ir Gunn­ar.

„Þett­a er einn dag­ur í einu. Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að þett­a er lang­hlaup og vit­um ekk­ert hvað fram­tíð­in ber í skaut­i sér. Við verð­um bara til stað­ar fyr­ir litl­a karl­inn en þett­a tvístr­ar fjöl­skyld­unn­i svo­lít­ið. Við eig­um ann­an strák sem er 13 ára. Það er ým­is­legt sem er að brjót­ast inn í mann­i,“ seg­ir Gunn­ar en eldri strák­ur þeirr­a hjón­a mun búa fyr­ir norð­an hjá ömmu sinn­i og afa.

„En hon­um verð­ur flog­ið á mill­i eins mik­ið og við get­um einn­ig sem við mun­um gera okk­ur ferð­ir norð­ur þeg­ar vel geng­ur“ seg­ir Gunn­ar að lok­um.

Fjöl­skyld­a og vin­ir hafa opn­að styrkt­ar­reikn­ing fyr­ir Rún­ar Berg og fjöl­skyld­un­a. Þeir sem vilj­a geta styrkt fjöl­skyld­un­a með því að leggj­a inn á reikn­ing­inn hér að neð­an.

Styrkt­ar­sjóð­ur Rún­ars:

Kenn­i­tal­a: 020892-3749

Reikn­ings­núm­er: 0511-14-011788

Hlaup­a­hóp­ur­inn Vin­ir Rún­ars hlaup­a til styrkt­ar Styrkt­ar­fé­lags krabb­a­meins­sjúkr­a barn­a í Reykj­a­vík­ur­mar­a­þon­in­u og hægt er að styrkja það hér.