Starf­semi dag­setursins Vin verður rekið í ó­breyttri mynd allt árið 2023 og eins á meðan ekki hefur fundist á­sættan­leg lausn sem not­endur Vin, hags­muna­aðilar og fag­fólk mótar í sam­einingu. Þetta segir borgar­full­trúinn og lög­maðurinn Magnús Davíð Norð­dahl á Face­book.

Í dag fundaði Vel­ferðar­ráð Reykja­víkur­borgar um ör­lög bata­setursins Vinjar við Hverfis­götu. Lengi hefur fólk í geð­rænum vanda getað sótt fé­lags­skap og fjöl­breytta and­lega upp­lyftingu í úr­ræðinu. Á­kvörðun Vel­ferða­ráðs verður því að teljast gleði­fréttir fyrir not­endur Vin.

Magnús segir á Face­book að það hafi verið skipaður sér­stakur starfs­hópur til þess að yfir­fara fyrir­komu­lag úr­ræðisins til fram­tíðar.

„Í starfs­hópnum sitja full­trúar frá Geð­hjálp, Ör­yrkja­banda­lagi Ís­lands og eins ein­stak­lingur úr hópi not­enda þjónustunnar. Nauð­syn­legt er að engar
breytingar verði gerðar á starf­semi Vinjar nema með fullri að­komu not­enda,
hags­muna­aðila og fag­fólks,“ segir Magnús.

Sjálfur harmar Magnús hvernig staðið hefur að málum gagn­vart not­endum þjónustunnar upp á síð­kastið, í tengslum við þá um­fangs­miklu hafræðingu sem ráðist var í af hálfu borgarinnar.

„Ég ber sjálfur á­byrgð hvað þetta varðar sem starfandi borgar­full­trúi í meiri­hluta borgar­stjórnar. Að sama skapi bind ég vonir við að málið sé nú komið í annan og betri far­veg og mun fylgja því eftir,“ segir Magnús.