Alls leituðu 827 einstaklingar til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í fyrsta viðtal á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2020. Um er að ræða rúmlega 47 prósenta aukningu sé miðað við árið á undan. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir stefna í enn frekari aukningu á þessu ári.

„Nú þegar árið er hálfnað hafa um 600 mál komið inn á borð hjá okkur, svo við erum að sjá fram á töluverða aukningu.“ 61 prósent þeirra sem leituðu í Bjarkarhlíð hafði orðið fyrir heimilisofbeldi og aðspurð um tengsl þjónustuþega við geranda svöruðu 85 prósent að um barn, ættingja eða núverandi eða fyrrverandi maka væri að ræða. 18 prósent sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 14 prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Alls leituðu 827 einstaklingar til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í fyrsta viðtal á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2020. Um er að ræða rúmlega 47 prósenta aukningu sé miðað við árið á undan. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir stefna í enn frekari aukningu á þessu ári.

„Nú þegar árið er hálfnað hafa um 600 mál komið inn á borð hjá okkur, svo við erum að sjá fram á töluverða aukningu.“ 61 prósent þeirra sem leituðu í Bjarkarhlíð hafði orðið fyrir heimilisofbeldi og aðspurð um tengsl þjónustuþega við geranda svöruðu 85 prósent að um barn, ættingja eða núverandi eða fyrrverandi maka væri að ræða. 18 prósent sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 14 prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Flestir gerendur voru karlmenn á aldrinum 40-49 ára og í 79 prósentum tilvika var vettvangur ofbeldisins heimili þolanda.Hjá Bjarkarhlíð er veitt ráðgjöf og stuðningur fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu ásamt því að starfsfólk veitir ráðleggingar varðandi áframhaldandi stuðning.

Aðspurð segir Ragna að með réttum úrræðum sé hægt að vinna úr þeim afleiðingum sem ofbeldi hefur fyrir líf þess sem fyrir því verði. Mikið sé til að mynda unnið með samtalsmeðferðir og til standi að fara af stað með stuðningshópa fyrir þolendur heimilisofbeldis.

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar.

„Covid setti strik í reikninginn varðandi stuðningshópana en við stefnum að því að fara af stað með þá sem fyrst því það er mikil eftirspurn eftir því úrræði,“ segir Ragna. Flestir þeirra sem leituðu til Bjarkarhlíðar á síðasta ári heyrðu af úrræðinu í gegnum vin eða kunningja, eða 24 prósent.

Spurð að því hvernig aðstandendur þolenda ofbeldis og samfélagið geti veitt þolendum stuðning segir Ragna að mikilvægast sé að trúa þolendum.

„Það sem mín reynsla sýnir mér er að fólk þarf að heyra að því sé trúað og þakkað fyrir traustið,“ segir hún. „Og að aðstandendur skilji að það sé bara einn sem beri ábyrgð á ofbeldinu, það er sá sem beitir því,“ bætir Ragna við.„Það er ekki sjálfgefið að leita sér hjálpar og við erum afar stolt af þeim sem taka það skref,“ segir Ragna.

Greinargóðar upplýsingar fyrir bæði þolendur og gerendur ofbeldis má finna á vefnum 112.is. Þar eru til að mynda upplýsingar um ólíkar tegundir ofbeldis og úrræði fyrir gerendur og þolendur ofbeldis. Þá geta þolendur og aðstandendur ofbeldis haft samband við Bjarkarhlíð í síma 553 3000 eða bókað viðtal á heimasíðu Bjarkarhlíðar.