Tvö hundruð af skjólstæðingum heimahjúkrunar í Reykjavík hafa verið bólusettir undanfarna daga.

Hjúkrunarfræðingar hafa mætt á heimili skjólstæðinganna með bóluefni við Covid-19. Auk þeirra hafa þau sem skráð eru í dagdvalir verið bólusett. Ekki var hægt að bólusetja alla skjólstæðinga heimahjúkrunar í þessari atrennu en þeir eru um eitt þúsund talsins.

Hjúkrunarfræðingar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sjá um að blanda bóluefnið en hjúkrunarfræðingar á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar taka svo við því og bólusetja svo í kappi við tímann, því þeir hafa fimm klukkustundir til að klára bólusetningu alls hópsins. Fimmtán mínútna reglan er þó viðhöfð en fylgjast þarf með einstaklingum í korter eftir bólusetninguna vegna mögulegra aukaverkana.