Dag­blöð fram­tíðar verða raf­ræn en ekki prentuð. Meiri­hluti á­skrif­enda The Wall Street Journal hefur raf­ræna á­skrift.

Vaxandi meiri­hluti aug­lýsinga­tekna WSJ, og fleiri blaða sem hafa boðið upp á vefá­skriftir jafn­framt hefð­bundnum prentá­skriftum, kemur nú vegna staf­rænna aug­lýsinga.

Dag­blöð hafa reynt fyrir sér á vefnum í meira en tvo ára­tugi. Þróunin frá prentun í staf­rænt hefur verið stöðug og vaxandi.

Co­vid breytti miklu. Þegar að­fanga­keðjan rofnaði varð skortur á pappír. Mörg stór dag­blöð víðs vegar í heiminum, sem á­vallt höfðu komið út sjö daga vikunnar og sum jafn­vel oftar en einu sinni á dag, fækkuðu út­gáfu­dögum. Blaða­út­gáfa er því óðum að breytast og lík­legt að hins prentaða dag­blaðs bíði ör­lög risa­eðlunnar.

Ekki mun þó komið að því. Reynsla banda­rískra bæjar­blaða bendir til þess að þó að fram­tíðin liggi í hinu raf­ræna sé hið prentaða blað enn mikil­vægt, ekki síst til að stýra les­endum yfir á vef­út­gáfuna.

Sem kunnugt er ætla út­gef­endur BT í Dan­mörku að taka stökkið um ára­mót. Kannski eru Evrópu­menn komnir lengra í þessum efnum en Banda­ríkja­menn. Til­raun BT getur leitt í ljós hvort svo sé.