Þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Rangárþings eystra segir skjálftann sem reið yfir nú rétt í þessu hafi verið einstaklega harður og hafi staðið yfir í um 30 sekúndur.

Vakthafandi verðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftinn hafi verið í kringum fimm að stærð og voru upptök hans á Suðurlandsbrotabeltinu sem er eitt virkasta skjálftasvæði landsins.

Jarðskjálftinn var 3,6 kílómetra dýpi og fannst alveg upp í Borgarnes og að Snæfellsnesi.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands var skjálftinn 5,2 að stærð.
Mynd: Veðurstofa Íslands

„Hér var mjög stór skjálfti. Hann var mjög harður og langur. Við erum hér uppi á annarri hæð og fundum vel fyrir honum. Hann virðist hafa komið úr Heklu,“ segir Helga þjónustufulltrúi á Hvolsvelli.

„Við fundum vel fyrir honum og allt hristist hér hressilega. Ég sat hér í símanum og sá borðið og stólinn hristast vel og lengi.“

Þjónustufulltrúi á Hvolsvelli sagði skjálftann mjög harðan.
Fréttablaðið/Vilhelm

Fréttin hefur verið uppfærð.