Jarðskjálfti sem mældist 5,6 að stærð fannst víða á landinu klukkan 13:43 í dag. Skjálftinn stóð yfir í nokkurn tíma og hafa þó nokkrir eftirskjálftar mælst í kjölfarið, sá stærsti af stærðinni 4.1 Upptök skjálftans voru sex kílómetra vestan við Kleifarvatn, skammt frá Krýsuvík.

Eins og sjá má þá var jarðskjálftinn sterkur. Í Krónunni á Granda féllu vörur úr hillum í nærri öllum göngum verslunarinnar.

Hjá Birtingahúsinu féll hljóðeinangrunarplata úr loftinu sem hékk yfir vinnuaðstöðu starfsmanna. Sem betur fer var starfsmaðurinn sem vinnur á umræddu svæði heimavinnandi vegna Covid, annars hefði illa getað farið eins og sjá má á myndinni:

Fréttablaðið/aðsend

Það titraði allt og skalf á Gló í Skeifunni.

Það datt loftplata úr loftinu fyrir utan skrifstofu Fjármálaráðherra.

Stór sprunga myndaðist í gangstétt fyrir utan Leirubakka í Breiðholti eftir skjálftann.

Jó­hann K. Jó­hanns­son, sam­skipta­stjóri al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra sagði að fregnir hafi borist af því að mynd­ir og hlut­ir úr hill­um hafi dottið niður. Ekki hafi borist neinar tilkynningar um skemmdir eða slys á fólki.

Fréttin hefur verið uppfærð.