Skjálfti að stærð 3,4 varð við Kleifar­vatn rétt eftir mið­nætti í gær­kvöldi og fannst hann víða á höfuð­borgar­svæðinu. Annar skjálfti, 2,9 að stærð, fannst einnig á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi en hann varð klukkan 23:42.

Að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands varð síðast skjálfti yfir 3 að stærð á Reykja­nes­skaganum þann 27. Apríl síðast­liðinn. Upp­tök hans voru skammt norð­austur af Reykja­nes­tá.

Smá­skjálfta­virkni hefur verið við­varandi á Reykja­nes­skaganum síðustu daga, en virknin hefur verið frekar dreifð um skagann. Skjálfta­virknin í gær­kvöldi var að mestu verið við Kleifar­vatn.