Skjálfti að stærð 3,4 varð við Kleifarvatn rétt eftir miðnætti í gærkvöldi og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Annar skjálfti, 2,9 að stærð, fannst einnig á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en hann varð klukkan 23:42.
Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands varð síðast skjálfti yfir 3 að stærð á Reykjanesskaganum þann 27. Apríl síðastliðinn. Upptök hans voru skammt norðaustur af Reykjanestá.
Smáskjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesskaganum síðustu daga, en virknin hefur verið frekar dreifð um skagann. Skjálftavirknin í gærkvöldi var að mestu verið við Kleifarvatn.