Jarð­­skjálft­inn sem varð rétt eft­ir klukk­an tíu í dag gæti ver­ið logn­ið á und­an storm­in­um að mati Ár­manns Hösk­ulds­son­ar, eld­fjall­a­fræð­ings hjá Há­skól­a Ís­lands. „Þett­a er á virk­u eld­fjall­a­svæð­i og þá er allt­af mög­u­leik­i á að þett­a endi með eld­gos­i,“ seg­ir Ár­mann.

„Þett­a er fyrst og fremst mik­il spenn­u­los­un en gos er allt­af mög­u­leik­i,“ bend­ir Ár­mann á sem komst sjálf­ur ekki hjá því að finn­a skjálft­ann þar sem allt nötr­að­i á skrif­stof­u hans. „Þett­a eru stór­ir skjálft­ar, þar sem það er tvö­falt spenn­u­svið á Reykj­a­nes­in­u.“ Það sé með­al ann­ars vegn­a þess að það er allt svo skakkt á svæð­in­u.

„Með skjálft­un­um er ver­ið losa um þess­a ská­spenn­u og þeg­ar það er búið þá eru að­stæð­ur orðn­ar rétt­ar til að opna skorp­un­a og hleyp­a ein­hverj­u upp.“ Að­spurð­ur um hve­nær ljóst væri að eld­gos færi að gera vart við sig sagð­i Ár­mann það vera auð­velt að sjá. „Bara þeg­ar reyk­ur­inn kem­ur, þá er þett­a klárt.“

Fyrirvari aðeins nokkrar mínútur

Ár­mann seg­ir skorp­un­a ekki vera mjög þykk­a á svæð­in­u og þess vegn­a yrði kvik­an fljót að fara í gegn. Færi svo að gos væri að fara að koma upp úr jörð­inn­i mynd­u eld­fjall­a­fræð­ing­ar að­eins fá fimm­tán mín­útn­a við­vör­un. „Við höf­um ekki meir­i fyr­ir­var­a en það á þess­u svæð­i, aðeins nokkrar mínútur,“ út­skýr­ir Ár­mann.

„Skjálft­a­mæl­ar á svæð­in­u mæla svo­kall­að­an óróa og ef að ó­ró­inn kem­ur þeg­ar kvik­an byrj­ar að sjóð­a þá sést það á mæl­un­um.“ Sjá­ist það sé ljóst að það er eitt­hvað sé að hreyf­a sig og mjög stutt í upp­kom­un­a.

„Við höf­um aldr­ei mælt eld­gos á þess­u svæð­i, mæl­arn­ir eru all­ir þann­ig séð nýir og við erum því ekki búin að vera með eld­gos þarn­a á „mæl­a­tím­a,“ þann­ig menn læra bara af því þeg­ar fyrst­a eld­gos­ið kem­ur hver fyr­ir­var­inn verð­ur á því.“

Jörðin nötrar enn

Sam­kvæmt mæl­ing­um hef­ur að­al­hreyf­ing­in ver­ið á mill­i Keil­i og Fagr­a­dals­fjalls, aust­ur af Grind­a­vík, en einn­ig hafa mælst nokkr­ir stór­ir skjálft­ar rétt við Grind­a­vík. Fyrst­i skjálft­inn var af stærð­inn­i 5,7 varð 3,3 kíl­ó­metr­a suð­suð­vest­ur af Keil­i á Reykj­a­nes­i.

Marg­ir eft­ir­skjálft­ar hafa fylgt í kjöl­far­ið, nokkr­ir yfir fjór­ir að stærð og jörð held­ur á­fram að skjálfa á svæð­in­u.