Grind­víkingar fundu margir mjög vel fyrir eftir skjálfta sem átti upp­tök sín að­eins 1,8 kíló­metra norður af Grinda­vík klukkan 19:14 í kvöld. Björn Birgis­son, íbúi í Grinda­vík, segir að hann hafi verið sá harðasti til þessa.

Hann segir að þrátt fyrir að hann virki sak­leysis­legur í saman­burði við marga aðra sem eru skráðir á­líka sterkir þá hafi hann verið fyrir Grind­víkingum miklu harðari.

„Fyrir okkur í Grinda­vík var hann í raun ekki 3,5 - miklu nær því að nálgast 5,5-6,0 vegna þess ein­fald­lega að upp­tök hans voru nánast undir fótum okkar,“ segir Björn í færslu sem hann skrifaði í kvöld.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir hann að þetta sé alveg komið gott. Hann hefur búið í Grinda­vík frá 1975 og er vanur jarð­skjálftum en segir virknina undanfarið engu lík.

„Við hjónin fórum strax að kíkja á töfluna hjá Veðurstofunni og þá voru strax komnir 20 til 30 skjálftar og við töldum okkur ekki finna hann,“ segir Björn sem segir að þau hafi þá bara séð stærsta skjálftann upp á 3,5 og hafi ekki trúað að þessi hafi aðeins verið svo stór.

„Þessi var miklu, miklu harðari,“ segir Björn og segir að hann hafi ekkert verið í líkingu við aðra skjálfta af sömu stærð sem þau hafa fundið.

Óþægilegt högg

Hann segir að þetta fari að verða nokkuð gott.

„Þetta var hrika­lega ó­þægi­legt högg og mig grunar að nú hugsi margir til hreyfings til vina og vanda­manna í "betri" lands­hlutum. Þetta var veru­lega vont!,“ segir hann í færslunni.

Í til­kynningu sem send var út frá Veður­stofunni í kvöld kom fram að skjálftinn fannst vel í Grinda­vík og á höfuð­borgar­svæðinu.

Ó­lík­legt er að gos hefjist á næstu klukku­stundum en enn er tals­verð skjálfta­virkni.

Rauðmerkti skjálftinn á myndinni virkar sakleysislegur í samanburði við svo marga sem skráðir eru álíka sterkir. Fyrir...

Posted by Björn Birgisson on Thursday, 4 March 2021