Öflugur skjálfti varð klukkan 11.31 á Reykja­nesskaga og mældist hann 4,3 að stærð. Hann fannst vel í byggð.

Skjálftinn varð 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli og fjöldi minni eftirskjálfta hafa fylgt í kjölfarið.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að skjálftinn hafi örlítið stærri en sá sem mældist klukkan sex mínútur í átta í morgun, en sá mældist 4,0 að stærð. Búast megi við fleiri skjálftum í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.