Klukkan 01:31 eftir miðnætti varð skjálfti af stærðinni 4,9 um 2,5 km VSV af Keili á sömu slóðum og aðrir skjálftar í gær. Um er að ræða stærsta skjálftann undanfarinn sólarhring en hann stóð einnig óvenjulengi yfir.

Skjálftinn fannst mjög víða á Reykjanesskaga, höfuðborgasvæðinu, austur í Landeyjar og upp í Borgarfjörð.

Þetta er áttundi skjálftinn sem mælist yfir 4 á undanförnum sólarhring.

Fréttablaðið heldur skjálftavaktinni áfram klukkan sjö í fyrramálið.