Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð skömmu frá Grindavík rétt fyrir klukkan tvö í dag en þetta staðfestir Sigþrúður Ármannsdóttir , náttúruvársérfræðingur frá Veðurstofu Íslands í samtali við Fréttablaðið.

Að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar varð skjálftinn 5 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík klukkan 13:52 og fannst hann á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu og á Borgarnesi. Þá kemur það fram á vefnum af skjálftinn væri af stærðinni 3,6 en Sigþrúður segir sínar mælingar hafa sýnt 3,7.

Aðspurð um hvort hræringar hafi verið á svæðinu segir Sigþrúður svo ekki vera en að hrinur komi á svæðinu annað slagið. Nokkrir minni skjálftar hafa komið í kjölfarið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nokkrir minni skjálftar urðu í kjölfarið.
Mynd/Veðurstofa Íslands/Skjáskot