Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í kvöld 4,8 kílómetrum norðnorðvestur af Grindavík. Skjálftinn reið yfir klukkan 08:26 í morgun og fannst hann í Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi Veðurstofunnar.

Grindvíkingar fá jarðskjálftann ofan í ofsaveðrið en rauð viðvörun er í gildi í Grindavík vegna óveðurs. Sama á við um allt Suðurland, Faxaflóa, Suðausturland og höfuðborgarsvæðið.

Dregist hefur verulega úr skjálftavirkni og landrisi síðastliðna daga og hefur landið ekki risið meira en fimm sentimetra. Tveir skjálftar af stærð 3,2 og 2,6 urðu við Grindavík þann 11. febrúar síðastliðinn.

„Þetta gæti fjarað út eftir nokkra daga og gæti líka haldið áfram í langan tíma,“ sagði vakthafandi veðurfræðingur.