Jarð­skjálft­i að stærð 3,3 á Richt­er var klukk­an 7:17 í morgun. Frá mið­nætt­i hafa mælst 600 skjálft­ar. Sá stærsti er sá sem mældist í morgun.

„Þett­a er á­fram­hald­and­i. Eins og hef­ur ver­ið und­an­farn­a daga,“ seg­ir Lov­ís­a Mjöll Guð­munds­dótt­ir, nátt­úr­u­vá­r­sér­fræð­ing­ur á jarð­vakt Veð­ur­stof­unn­ar, í dag.

Skjálft­a­hrin­an hófst fyr­ir viku í dag. Skjálft­arn­ir í hrin­unn­i eru stað­sett­ir í norð­ur­end­a kvik­u­gangs­ins sem mynd­að­ist fyrr á ár­in­u og leidd­i til eld­goss við Fagr­a­dals­fjall.

Að sögn Lov­ís­u Mjall­ar bár­ust nýj­ar mynd­ir í gær en eng­in kvik­a hefur sést á þeim. Hún segir það ekki ekki end­i­leg­a að mark­a því að upp­tök skjálft­ann­a eru enn á svo miklu dýpi.

„Þeir eru á fimm til sex kíl­ó­metr­a dýpi þann­ig við mynd­um ekki sjá neitt því þeir eru á svo mikl­u dýpi. En við höld­um á­fram að fylgj­ast með þess­u,“ seg­ir Lov­ís­a Mjöll að lok­um.