Einhverjir eftirskjálftar hafa fundist í kjölfar jarðskjálfta að stærð 3,1 sem varð rétt tæpa 3 kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun klukkan 2:49 í gærkvöldi. Stærstu eftirskjálftarnir sem hafa mælst voru um tveir að stærð
„Það er eðlilegt þegar það kemur örlítið stór skjálfti, þó þetta hafi ekki verið stór skjálfti. En ég er að fara yfir þetta núna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, sérfræðingur á jarðvakt Veðurstofunnar.
Skjálftinn fannst í Hveragerði og við stöðvarhús virkjunarinnar samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar.
Svæðið er nokkuð virkt jarðskjálftasvæði og ekki óvenjulegt að þarna mælist skjálftar af þessari stærð. Að sögn Lovísu er ekki talin hætta af skjálftum af þessari stærðargráðu en við stærri skjálfta gæti verið grjóthrun.