Ein­hverjir eftir­skjálftar hafa fundist í kjöl­far jarð­skjálfta að stærð 3,1 sem varð rétt tæpa 3 kíló­metra norður af Hellis­heiðar­virkjun klukkan 2:49 í gær­kvöldi. Stærstu eftir­skjálftarnir sem hafa mælst voru um tveir að stærð

„Það er eðli­legt þegar það kemur ör­lítið stór skjálfti, þó þetta hafi ekki verið stór skjálfti. En ég er að fara yfir þetta núna,“ segir Lovísa Mjöll Guð­munds­dóttir, sér­fræðingur á jarð­vakt Veður­stofunnar.

Skjálftinn fannst í Hvera­gerði og við stöðvar­hús virkjunarinnar sam­kvæmt til­kynningu Veður­stofunnar.

Svæðið er nokkuð virkt jarð­skjálfta­svæði og ekki ó­venju­legt að þarna mælist skjálftar af þessari stærð. Að sögn Lovísu er ekki talin hætta af skjálftum af þessari stærðar­gráðu en við stærri skjálfta gæti verið grjót­hrun.