Í nótt varð jarðskjálfti að stærð 3 á um 3,7 kílómetra dýpi um átta kílómetrum frá Hveragerði. Frá því hafa þónokkrir skjálftar mælst að stærð 2 og stærri en enginn stærri en þrír.
Á vef RÚV kom fram í nótt að upptök hans hafi verið nærri Ingólfsfjalli og að hann hafi greinilega fundist á Selfossi og í Hveragerði.
Stærsti jarðskjálftinn í gær, miðvikudag, var 3,7 en upptök hans voru um 7,9 kílómetrum frá Krýsuvík.
Þónokkrir skjálftar hafa mælst undanfarna daga en talið er að kvika gæti aftur komið upp nærri Fagradagsfjalli og Geldingadölum.