Í nótt varð jarð­skjálfti að stærð 3 á um 3,7 kíló­metra dýpi um átta kíló­metrum frá Hvera­gerði. Frá því hafa þó­nokkrir skjálftar mælst að stærð 2 og stærri en enginn stærri en þrír.

Á vef RÚV kom fram í nótt að upp­tök hans hafi verið nærri Ingólfs­fjalli og að hann hafi greini­lega fundist á Sel­fossi og í Hvera­gerði.

Stærsti jarð­skjálftinn í gær, mið­viku­dag, var 3,7 en upp­tök hans voru um 7,9 kíló­metrum frá Krýsu­vík.

Þó­nokkrir skjálftar hafa mælst undan­farna daga en talið er að kvika gæti aftur komið upp nærri Fagra­dags­fjalli og Geldinga­dölum.