Einn jarð­skjálfti af stærð 3,2 mældist í morgun klukkan 08:37 2,1 kíló­metra austan af Fagra­dals­fjalli. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veður­stofu Ís­lands.

Þar segir að jarð­skjálfta­hrinan sem lands­menn á suð­vestur­horninu hafi sér­stak­lega fundið fyrir síðustu daga sé enn í gangi. Frá því um mið­nætti hafa mælst um 600 jarð­skjálftar á svæðinu.

Sá stærsti var um­ræddur 3,2 að stærð. Skjálftinn fannst á Reykja­nesi og höfuð­borgar­svæðinu. Aðrir skjálftar frá því um mið­nætti hafa verið minni.

Frá því að hrinan hófst hafa mælst hátt í 5000 skjálftar á svæðinu.