Jarð­skjálfti af stærðinni 3,8 varð skammt norð­austur af Bárðar­bungu klukkan rétt rúm­lega eitt í nótt. Bárðar­bunga er á norð­vestan­verðum Vatna­jökli og er víð­áttu­mesta eld­stöð landsins.

Um tuttugu mínútum síðar varð skjálfti af stærð 3,0 á Kötlu­svæðinu, nánar til­tekið í Goða­bungu undir Mýr­dals­jökli. Að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands bárust engar til­kynningar um að skjálftarnir hafi fundist í byggð.