Tveir nokkuð snarpir jarð­skjálftar urðu á Reykja­nes­skaga í morgun og fundust þeir báðir víða á suð­vestan­verðu landinu.

Sá stærri varð klukkan 7:26 og reyndist 4,2 að stærð og sá seinni klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Skjálftinn klukkan 7:26 var stað­settur við Stóra-Hrút nærri Fagra­dals­fjalli en sá klukkan 7:39 skammt austan við Kleifar­vatn.

Í til­kynningu frá Veður­stofu Ís­lands kemur fram að skjálftar sem hafa orðið norðan við Grinda­vík og nærri Kleifar­vatni séu lík­lega svo­kallaðir gikk­s­kjálftar, en þeir verða þegar þrýstingur vegna kviku­söfnunar við Fagra­dals­fjall skapar spennu á öðrum stöðum í jarð­skorpunni.

Frá mið­nætti í dag og þar til klukkan átta í morgun mældust um 1200 skjálftar en alls mældust 3600 skjálftar í gær. Þar af sjö sem voru 4,0 eða stærri að stærð. Frá því að hrinan hófst hafa hátt í 12 þúsund skjálftar mælst, þar af fjór­tán 4,0 eða stærri að stærð.