Laust fyrir klukkan hálf eitt í dag varð jarðskjálfti að stærð 3,5 um 7,4 kílómetra norðnorðaustan af Reykjanestá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Ýr Gísladóttur, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni, eru engin merki um eldgos.

„Reykjanesið er líka þekkt skjálftasvæði þó það sé líka þekkt gossvæði,“ segir Bryndís Ýr. Hún segir sérfræðinga fylgjast með svæðinu til að sjá hvernig málin þróast.

Myndin sýnir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustunda.
Mynd/Veðurstofa Íslands

Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en skjálftans varð vart í Reykjanesbæ.

Um klukkustund eftir skjálftann mældist annar skjálfti á sama stað sem var 2,8 að stærð.