Tæp­lega 30 skjálftar mældust í nótt um tíu kíló­metra norð­austur af Gríms­ey. Á vef Veður­stofu Ís­lands segir að stærsti yfir­farni skjálftinn hafi verið af stærðinni 3,3 en hann mældist klukkan 03.43. 

Engar til­kynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist. Gríms­eyjar­beltið er vel þekkt skjálfta­svæði.