Erlent

Þýskir þjóð­ernis­sinnar kalla eftir Dexit

Á fundi þýska flokksins AfD um helgina var ákveðið að flokkurinn myndi beita sér fyrir því að Þýskaland gangi úr Evrópusambandinu líkt og Bretar munu gera í mars á þessu ári.

Alexander Gauland leiðtogi AfD Fréttablaðið/EPA

Hægri þjóðernisflokkurinn Annar kostur fyrir Þýskaland (AfD) kaus í dag um hvort flokkurinn ætti að beita sér fyrir því að Þýskaland myndi yfirgefa Evrópusambandið líkt og Bretar munu gera í mars á þessu ári. Um er að ræða fyrstu slíka kosningu innan stjórnmálaflokks í Þýskalandi. Á breska miðlinum Guardian er málið kallað „Dexit“ líkt og Brexit.

Flokkurinn hittist í borginni Riesa um helgina til að undirbúa kosningar til Evrópuþingsins sem fara fram í maí á þessu ári. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu flokksins fyrir tilvonandi kosningar til Evrópuþingsins er þess krafist að Þýskaland yfir sambandið um leið verði það ekki mótað upp á nýtt samkvæmt áherslum flokksins. Stefnuyfirlýsingin var samþykkt á fundi flokksins um helgina.

Þá var einnig kosið um að leggja niður Evrópuþingið. En meðlimir flokksins eru þó einmitt núna að hefja kosningabaráttu til að fá að vera meðlimir þingsins fyrir hönd flokksins.

Flokkurinn, líkt og aðrir þjóðernissinnaðir stjórnmálaflokkar, segja að of mikið vald hafi verið fært til Brussel og að Evrópusambandið sé orðið miklu stærra og meira en það hafi átt að vera.

„Við þurfum ekki að leggja niður Evrópusambandið, heldur að ná því aftur að skynsamlegum uppruna sínum,“ sagði Alexander Gauland einn leiðtoga AfD á fundi flokksins í dag.

Greint er frá á Guardian.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Tækni

Vistuðu ótal læsileg lykilorð

Nýja-Sjáland

Ardern sögð sýna hugrekki með byssubanni

Auglýsing

Nýjast

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Vilja hamingju­samari fugla, aðra yl­strönd og mat­höll í Mjódd

Auglýsing