Skip­verjarnir, sem voru um borð í frysti­togaranum Júlíusi Geir­munds­syni þegar hóp­smit kom upp innan á­hafnarinnar, segja að á­standið um borð hafi verið skelfi­legt og þeir margir al­var­lega veikir með mikinn hita, öndunar­örðug­leika og fleiri þekkt ein­kenni Co­vid-19. Þeir segja að þeim hafi verið bannað að ræða veikindin við frétta­menn eða minnast á þau á sam­fé­lags­miðlum.

Verka­lýðs­fé­lag Vest­firðinga fundaði í dag með skip­verjum togarans vegna hóp­smitsins. Fé­lagið hefur krafist þess að lög­regla rann­saki á­kvörðun út­gerðar togarans um að halda ekki í land þegar veikindi komu upp meðal skip­verja og hunsa þannig til­mæli um við­brögð við slíku frá sótt­varna­yfir­völdum.

„Hver er að ljúga að okkur?“

Á þriðja tug skip­verja sótti fundinn í dag, sem var bæði staðar­fundur fyrir þá sem ekki tóku þátt í veiði­ferðinni þegar hóp­smitið kom upp og fjar­fundur fyrir þá sem höfðu sýkst eða voru í sótt­kví. Í til­kynningu frá verka­lýðs­fé­laginu segir að skip­verjarnir lýsi á­standinu um borð sem „skelfi­legu“.

„Þrátt fyrir þessi skýru ein­kenni um sýkingu töldu hvorki út­gerð né skip­stjóri á­stæðu til að til­kynna um veikindin til sótt­varna­yfir­valda eða Land­helgis­gæslu eða halda skipi til hafnar þannig að hægt væri að fram­kvæma sýna­töku og koma í veg fyrir frekari smit um borð,“ segir í til­kynningunni.

Greint var frá því í gær að um­dæmis­læknir sótt­varna hefði lýst því yfir að hann hafi viljað fá skip­verja í sýna­töku á þriðja degi veiði­ferðarinnar en út­gerðin hafi ekki orðið við beiðninni og haldið túrnum á­fram í þrjár vikur áður en togarinn kom í land. Í til­kynningunni er bent á að þetta sé í ó­sam­ræmi við það sem Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í Kast­ljósinu í gær, um að ekkert hafi bent til þess að um hóp­smit hafi verið að ræða á togaranum. Skip­verjar spyrja því í til­kynningunni: „Hver er að ljúga að okkur?“

Var bannað að ræða veikindin við fréttamenn


Þeir segja að allt frá öðrum degi veiði­ferðarinnar hafi skip­stjórinn skipað mönnum í ein­angrun á meðan þeir voru sem veikastir. Á meðan skip­verji var í ein­angrun þurfti klefa­fé­lagi hans þá að búa við það að sofa í sjón­varps­klefa togarans án að­gangs að per­sónu­legum munum sínum, til dæmis hreinum fatnaði.

„Að­stæður skip­verja voru því vægast sagt skelfi­legar þar sem þeir veiktust einn af öðrum og höfðu ekki aðrar bjargir en verkja­lyf til að halda sér gangandi þar sem skipið var við veiðar og vinnslan í gangi,“ segir í til­kynningunni. „Síðar kom í ljós að lyfja­birgðir voru ekki nægar og þurfti þá að hand­velja úr hverjir væru veikastir og þyrftu mest á verkja­lyfjum að halda.“

Skip­verjarnir segja þá að þeim hafi verið bannað að ræða veikindin út á við við aðra en fjöl­skyldur sínar. „Í­trekað var að ræða ekki veikindin og á þriðju viku sjó­ferðar var sett á al­gert bann við að minnast á veikindin á sam­fé­lags­miðlum eða við frétta­menn. Þannig var skip­verjum haldið nauðugum og veikum við vinnu út á sjó, í brælu og lé­legu fis­keríi á meðan Co­vid sýking herjaði á á­höfnina.“

„Skeytingar­leysi út­gerðar og/eða skip­stjóra gagn­vart heilsu og öryggi skip­verja í um­ræddri veiði­ferð virðist því hafa verið al­gert,“ segir Verka­lýðs­fé­lag Vest­firðinga og segir næstu skref sín vera að leita sam­starfs við önnur stéttar­fé­lög sjó­manna um boð í Júlíusi Geir­munds­syni þar sem ljóst þyki að brotið hafi verið al­var­lega gegn skip­verjum.

Landa án þess að sótthreinsa

Verka­lýðs­fé­lagið hefur verið í sam­ráði við lög­menn fé­lagsins um næstu skref, en for­maður þess úti­lokaði það ekki í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag að málið yrði kært. „Allir á­hafnar­með­limir í Verk Vest hafa á­kveðið að fela fé­laginu um­boð til að fara með sín mál er varða réttindi- og launa­mál. Þá hefur fé­lagið fregnir af því að landað verði úr skipinu á morgun án þess að sótt­hreinsun á skipinu hafi farið fram.“

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í dag hyggst lögreglan á Vestfjörðum ekki taka málið fyrir sérstaklega.