Kafarar Landhelgisgæslunnar leita nú að skipverja í Vopnafirði. Aðgerðirnar eru umfangsmiklar og kemur Björgunarsveitin Vopni að aðgerðum ásamt björgunarskipi.

Leit hefur staðið yfir frá klukkan tvö í dag þegar lögregla fékk tilkynningu um skipverja sem var saknað af fiskiskipi eftir að það kom til hafnar.

Björgunarsveitarmenn hafa gengið fjörur og bættust kafararnir við leitaraðgerðirnar þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Vopnafirði í kvöld.

Von er á tilkynningu frá lögreglunni um níuleytið í kvöld með nánari upplýsingum.