Lögreglumál

Skipulögð brotastarfsemi með fíknilyf

Karl Steinar Valsson boðar frekari samvinnu lögregluyfirvalda við önnur lönd vegna aukinnar brotastarfsemi með fíknilyf. Lögregluyfirvöld hafa rannsakað tæplega fjörutíu mál sem varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins frá áramótum.

Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Fréttablaðið/Eyþór

Lögreglan hefur frá áramótum tekið til rannsóknar um fjörutíu mál er varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins. „Við erum með 25 svona mál í rannsókn núna og tæp 40 frá áramótum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir meirihluta mála stofnast þegar tolleftirlit finnur efni í fórum fólks. Hluti málanna sé til rannsóknar hjá öðrum embættum lögreglu, til að mynda á Suðurnesjum.

„Málin eru rannsökuð á svipaðan hátt og mál er varða ólögleg fíkniefni,“ segir Karl Steinar sem segir flókið fyrir lögreglu að takast á við sölu efnanna á svörtum markaði. „Það er mjög flókið og vandasamt fyrir okkur þar sem menn eru að nýta sér ýmis tæknileg atriði sem takmarka möguleika okkar,“ segir Karl Steinar og á helst við sölu lyfjanna á samfélagsmiðlum og í gegnum forrit á netinu.

Karl Steinar segir skipulagða brotastarfsemi með fíknilyf færast í aukana á Íslandi.

„Þetta er vaxandi þáttur í okkar verkum sem er í takt við þróun í öðrum löndum. Markar þá breytingu sem er á brotastarfsemi þar sem ætlaður ávinningur og lítil refsing eru hvatar,“ segir Karl Steinar sem segir lögreglu vinna með öðrum löndum á öllum sviðum en sú samvinna muni aukast samhliða vaxandi brotastarfsemi með fíknilyf.

Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli, en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar.

Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings á ávanabindandi fíknilyfjum til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði.

Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins á síðasta ári en lokaði málinu í gær og ákvarðaði að Noregur ætti að hafa víðar heimildir til að ákvarða úrræði til að takast á við misnotkun fíknilyfja.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Tveir úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald eftir rán

Lögreglumál

Akstur undir á­hrifum fíkni­efna stór­eykst

Lögreglumál

Birna og #metoo í ársskýrslunni

Auglýsing

Nýjast

Til­laga um sumar­opnun leik­skóla sam­þykkt

Taka út ferla í kjöl­far OR-ólgu: „Við verðum að gera betur“

Þjófarnir hörfuðu eftir hetju­dáð lang­afans

Nauð­syn­legt krabb­a­meins­lyf ekki ver­ið til í fjór­a mán­uð­i

Til­­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Afar lík­legt að eitrað hafi verið fyrir Verzilov í Pus­sy Riot

Auglýsing