Lögreglumál

Skipulögð brotastarfsemi með fíknilyf

Karl Steinar Valsson boðar frekari samvinnu lögregluyfirvalda við önnur lönd vegna aukinnar brotastarfsemi með fíknilyf. Lögregluyfirvöld hafa rannsakað tæplega fjörutíu mál sem varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins frá áramótum.

Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Fréttablaðið/Eyþór

Lögreglan hefur frá áramótum tekið til rannsóknar um fjörutíu mál er varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins. „Við erum með 25 svona mál í rannsókn núna og tæp 40 frá áramótum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir meirihluta mála stofnast þegar tolleftirlit finnur efni í fórum fólks. Hluti málanna sé til rannsóknar hjá öðrum embættum lögreglu, til að mynda á Suðurnesjum.

„Málin eru rannsökuð á svipaðan hátt og mál er varða ólögleg fíkniefni,“ segir Karl Steinar sem segir flókið fyrir lögreglu að takast á við sölu efnanna á svörtum markaði. „Það er mjög flókið og vandasamt fyrir okkur þar sem menn eru að nýta sér ýmis tæknileg atriði sem takmarka möguleika okkar,“ segir Karl Steinar og á helst við sölu lyfjanna á samfélagsmiðlum og í gegnum forrit á netinu.

Karl Steinar segir skipulagða brotastarfsemi með fíknilyf færast í aukana á Íslandi.

„Þetta er vaxandi þáttur í okkar verkum sem er í takt við þróun í öðrum löndum. Markar þá breytingu sem er á brotastarfsemi þar sem ætlaður ávinningur og lítil refsing eru hvatar,“ segir Karl Steinar sem segir lögreglu vinna með öðrum löndum á öllum sviðum en sú samvinna muni aukast samhliða vaxandi brotastarfsemi með fíknilyf.

Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli, en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar.

Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings á ávanabindandi fíknilyfjum til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði.

Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins á síðasta ári en lokaði málinu í gær og ákvarðaði að Noregur ætti að hafa víðar heimildir til að ákvarða úrræði til að takast á við misnotkun fíknilyfja.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Fleiri kærur vegna byrlunar

Lögreglumál

Tíðni vopnaðra útkalla sérsveitarinnar margfaldast undanfarin ár

Lögreglumál

Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál

Auglýsing

Nýjast

Fjórir látnir eftir skot­á­rásina í Chi­cago

Maðurinn fannst fyrir norðan

Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði

Tugir milljóna í sektir vegna heimagistingar

Rétt að manna stöður áður en byggt er upp

Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið

Auglýsing