Skipulagsbreytingar hjá Hafrannsóknarstofnun mun ekki hafa áhrif á rannsóknarstarfsemi stofnunarinnar.

„Þetta hefur ekki nein áhrif á fiskeldisrannsóknir hjá okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóra Hafrannsóknarstofnunar.

Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í dag, auk þess sem fjórir sögðu starfi sínu lausu. Flestar uppsagnir voru meðal yfirstjórnenda og á stoðsviðum, svo sem í fjármálum, bókhaldi, skjalavörslu og móttöku.

Skipulagsbreytingarnar hafa því ekki áhrif á rannsóknastörf Hafró að sögn Sigurðar.

13 milljónir árið 2020

Ákveðið hefur verið að breyta skipulagi Hafrannsóknastofnunar til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari í tengslum við flutning á starfsemi stofnunarinnar úr Reykjavík á einn stað í Hafnarfirði. Fagsviðum er fækkað úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö.

Aukið fjármagn til að bæta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi og lagfæring á fjármögnun Hafrannsóknastofnunar eru á meðal áherslumála fjárlagafrumvarpsins, á málefnasviði Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem kynnt var í september.

Sjávarútvegsráðuneytið hyggst veita um 13 milljónir króna til Hafrannsóknarstofnunar á næsta ári í tengslum við fiskeldisrannsóknir.

Hafrannsóknastofnun hefur sett á laggir nýja vefsíðu með vöktunarupplýsingum sem má nálgast hér sem má nálgast hér.