Það voru 15.497 miða­hafar sem fengu vinning þegar dregið var út 6faldan Lootópott vikunnar. Fjórir af þeim deildu með sér 1. vinning og hlutu 27.1 milljón hver.

Miðarnir voru keyptir víða um höfuð­borgar­svæðið, Kram­búðin við Hjarðar­haga í Reykja­vík, Mini Market við Smiðju­verg í Kópa­vogi, Skalla við Hraun­bæ í Reykja­vík og í Vídeó­markaðnum við Hamra­borg í Kópa­vogi.

Þá voru það einnig fjórir sem skiptu með sér bónus­vinningnum og hver þeirra fékk rúm­lega 353 þúsund krónur í sinn hlut.

Einn heppinn á­skrifandi var með allar Jóker­tölurnar í réttri röð og fékk hann tvær milljónir í vinning. Níu miða­eig­endur fengu 2. vinning og fá 100 þúsund krónur í vasann.