Sveinn Andri Sveins­son, skipta­stjóra þrota­bús WOW air, bárust upp­lýsingar um að stofn­endur Play air hafi við um­sókn um flug­rekstrar­leyfi hag­nýtt sér og lagt fram í eigin nafni af­ritaðar flug­rekstrar­hand­bækur WOW. Þetta kemur fram í tölvu­pósti Sveins Andra til Sam­göngu­stofu frá 3. júní þar sem hann óskar svara vegna málsins.

Sveinn Andri vill ekki tjá sig um málið í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann er meðal þeirra 11 sem fyrir­tæki Ballarin hefur óskað eftir að verði kallaðir til að gefa vitna­skýrslu vegna flug­rekstrar­hand­bóka WOW sem hvergi er að finna í þrota­búinu. Sveinn segist ætla að sjá sig í þeim vitna­leiðslum og bíða með yfir­lýsingar þar til eftir þær. Fréttablaðið hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum Play vegna málsins.

Í áður­nefndum tölvu­pósti Sveins til Sam­göngu­stofu segir hann að sér hafi borist upp­lýsingar um að stofn­endur Play hafi hag­nýtt sér af­ritaðar hand­bækur WOW.
„Rétt er að taka fram að skipta­stjórar hafa ekki veitt neitt leyfi til slíkrar hag­nýtingar, enda gengi það gegn samningum búsins við sinn við­semjanda við sölu téðra flug­rekstrar­hand­bóka,“ skrifar Sveinn.

Skrifar skipta­stjórinn jafn­framt að ef rétt sé þurfi „auð­vitað ekki að taka fram, að málið er litið al­var­legum augum.“ Því næst spyr hann hvort Sam­göngu­stofa geti stað­fest að flug­rekstrar­hand­bækur Play séu að stofninum til þær sömu og hand­bækur Wow.

„Ég vildi beina því til þín hvort sér­fræðingar Sam­göngu­stofu geti stað­fest að fram­lagðar flug­rekstrar­hand­bækur Play air sé að stofni til þær sömu og sem liggja inni sem síðasta út­gáfa slíkra bóka WOW air hf. hjá Sam­göngu­stofu. Ef þetta er mikið við­vik, er spurning hvort skipta­stjórar geti sent full­trúa sinn til Sam­göngu­stofu til að bera saman þessar bækur. Málið er þess eðlis.“