Skiptastjóri þrotabús Karls Wernerssonar hefur höfðað nokkur mál til riftunar á viðskiptagjörningum þrotamannsins. Meðal eigna sem eru undir er Lyf og heilsa.

Á árunum fyrir hrun var Karl, ásamt Steingrími bróður sínum, einn umsvifamesti fjárfestir landsins í gegnum félagið Milestone. Félagið átti meðal annars apótekakeðjuna Lyf og heilsu. Áður en efnahagskerfið hrundi var eignarhald Lyfja og heilsu fært til Karls.

28. apríl 2016 var Karl dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti en degi síðar var félaginu Toska ehf. afsalað til Jóns Hilmars Karlsonar, sonar sakfellda, en Toska er eigandi apótekanna í gegnum félögin Faxa ehf. og Faxar ehf. Skiptastjórinn hefur meðal annars höfðað riftunarmál vegna þessara viðskipta. Þá var Karl, eða þrotabú hans, dæmt til að greiða þrotabúi Milestone 5,6 milljarða króna.

Þá hefur einnig verið höfðað mál gegn áðurnefndu Faxa ehf. en það keypti félögin Feta ehf. og Vátt ehf. sem bæði voru í eigu Karls. Samanlagt kaupverð var tvær krónur eða ein króna á hvort félag um sig. Þá var 1.100 fermetra íbúðarhús Karls á Ítalíu einnig fært inn í Faxa ehf. og hewfur riftunarmál einnig verið höfðað vegna þess